fbpx

Hringur

UM OKKUR

Glacier World í Hoffelli er 19 km frá Höfn í Hornafirði og um 3 km frá þjóðvegi 1. Glacier World er umvafið einstakri og fjölbreyttri náttúru, frá stóru  flatlendi til brattra fjallshlíða, og frá jökulvötnum til baðaðstöðu nýtt frá jarðvarma.

Glacier World býður ekki einungis uppá einstaka náttúrufegurð, heldur einnig gistingu í heillandi gömlum uppgerðum byggingum. Húsin er aðeins 3 km frá Hoffellsjökli sem er skriðjökull úr Vatnajökli og á land undir Vantajökulsþjóðgarði og er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn á landinu. Þar eru margar skemmtilegar gönguleiðir þar sem flestir ættu að geta haft ánægju af.

GISTINGIN

Hér í Glacier World bjóðum við upp á gistiaðstöðu í þremur húsum.

Í elsta húsinu okkar, sem er gamalt og fallegt uppgert hús og er á tveimur hæðum með samanlagt átta herbergjum með uppábúnum rúmum.  Herbergin eru eins-, tveggja- og þriggja- manna. Í húsinu eru þrjú baðherbergi með sturtuaðstöðu.

Önnur byggingin okkar var tekin í notkun í lok júlí 2014. Þar erum við búin að gera upp fjárhús og hlöðu. Á efri hæð hlöðunnar munum við bjóða uppá átta glæsileg herbergi með sér baðherbergi.  Fjögur herbergjanna bjóða upp á magnaða jöklasýn og hin fjögur glæsilega fjallasýn.  Á neðri hæðinni og í fjárhúsunum er móttaka, sýningarsalur og morgunverðarsalur með einstöku útsýni.

Þriðja byggingin okkar verður opnuð í byrjun júní 2015, sem er glæsileg gisting í uppgerðu fjósi með fimm stórum, tveggja og þriggja manna herbergjum. Úr fjórum af herbergjunum er jöklasýn eins og hún gerist glæsilegust.

Aðeins í nokkurra hundrað metra fjarlægð erum við með fimm náttúrulaugar sem gestir okkar geta notað að vild og er innifalið í gistingunni.  Almenningur getur einnig nýtt sér þær og kostar aðgangur að þeim 2000 kr. fyrir hvern einstakling.

Innifalið í verðunum er morgunverður, þráðlaus nettenging og aðgangur að heitu laugunum.

Innifalið í verðunum er morgunverður, þráðlaus nettenging og aðgangur að heitu laugunum. Við erum með opið allt árið um kring og þú getur athugað með lausar dagsetningar með því að fara neðst á síðuna og senda okur póst.

Main-Accommodation-500x500

BÓKA HERBERGI

Innifalið í verðum er: Nettenging og aðgangur að heitu laugunum.

Nánari upplýsingar: [email protected]

AFÞREYING

geothermal hot tubs

HEITAR LAUGAR

hiking

AFÞREYING FYRIR HÓPA

Scenery

EINSTAKT LANDSLAG

Wildlife

DÝRALÍF

Plants

BLÓM & PLÖNTUR

STAÐSETNING

+354 478 1514

Hoffelli II b, 781 Hornafjörður, Ísland

    Nafn (skilyrt)

    Tölvupóstur (skilyrt)

    Erindi

    Skilaboð